hvernig á að fá barnið til að borða kvöldmatinn // how to get your toddler to eat his dinner

Þegar eldri sonur minn varð tveggja ára fór að verða spennandi að borða ekki kvöldmatinn. Við prófuðum allt en ekkert virkaði. Hann klemmdi saman varirnar. Sagði “nei mamma mín” voða blíðlega eins og það myndi eitthvað virka. Það getur verið erfitt að standast þennan sjarmör en ég var sterk. Við reyndum að plata hann með hlátri og stinga svo skeiðinni upp í hann í miðju hláturskasti. Það virkaði stutt því hann fór að spýta þeim bitum út úr sér. Stundum virkaði að leyfa honum að mata bílana sína. Einn biti fyrir Erik Ómar. Einn biti fyrir bílinn. Það fannst honum voða gaman. Honum finnst mjög gaman að telja og getur hann talið upp að minnsta kosti tíu á bæði íslensku og ensku. Okkur datt þess vegna í hug að byrja að telja saman bitana sem hann borðaði. Við segjum til dæmis við hann: “Ef þú borðar átta bita þá máttu fara frá borðinu.” Eða “Ef þú borðar 10 bita þá máttu fá rúsínur eftir matinn.” Og þetta virkar. Það er að segja þetta hefur virkað í tvær vikur núna og ég vona að þetta haldi áfram að virka. Síðan má hann bara vaxa upp úr þessu og fara að borða matinn sinn eins og lítill herramaður.

//

When my older son turned two years old, it became very exciting to not eat his dinner. We tried everything but nothing worked. He would bite his lips together. He would say “no mamma” very affectionately, like that would ever work. It can be hard to resist his charm but I was strong. We tried tricking him with laughter and sneak the spoon into his mouth right in the middle of his laughing. That only worked for a short while because he started spitting those bites out of his mouth. Sometimes it worked to let him feed his cars. One bite for Erik Ómar. One bite for the car. He really liked that. He’s really into counting and he can count to at least ten, both in Icelandic and English. That’s when we thought to start counting with him the bites that he ate. We said for example: “If you eat eight bites you can leave the table.” Or “If you eat ten bites you can have raisins after dinner.” And this works. That is to say, this has worked for the last two weeks and I hope it continues to do so. Then he can just grow out of this and start eating his dinner like a little gentleman.

 

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.