föstudagsfjör // friday fun

Við gáfum deginum fimmu í gær og fórum út á leikvöll fyrir hádegi. Erik Ómar hljóp út um allan garð, heilsaði trjánum eins og hann er vanur og stoppaði svo til að hlusta á fuglana syngja á greinunum. Það var annar lítill strákur að leika sér í kastalanum þegar við komum og þeir voru farnir að leika sér saman um leið. Börn hafa einstaka hæfileika til þess að kynnast hvort öðru og eignast vini. Engir fordómar eða fyrirfram ákveðnar hugmyndir. Bara einlæg gleði og vilji til að hafa gaman, jafnvel þó þeir tali ekki saman tungumálið. Aron Ívar svaf í magapokanum á meðan bróðir hans kannaði rennibrautina, rólurnar og hljóp á eftir nýja vini sínum.

Við komum svo heim og gerðum banana pönnukökur. Þær eru nýja uppáhaldið okkar og svo fljótlegar að gera, hollar og fullkomnar fyrir litla fingur. Við dönsuðum á meðan við bökuðum og hlógum svo mikið að húsið fylltist af magakítli.

Ég leyfði Erik Ómari að velja kvöldmatinn og hann valdi pizzu. Við skelltum því í eina dúndur pizzu með öllu besta álegginu og litli hjálparinn minn stóð sig eins og sannur prakkari. Á meðan ég dreifði úr deginu á plötuna ákvað hann að smakka hveitið, hella því yfir sig og synda svo í því. Ég átti bágt með að hlæja ekki að honum því þetta var stórkostleg sjón. Það er ævintýri að elda með þessum dreng.

//

We high five’d the day yesterday and went to the playground before noon. Erik Ómar ran all over the park, said hi to the lovely trees like he usually does and this time he even stopped to listen to a few birds that were singing in one of the trees. There was another little boy playing in the castle when we got there and they immediately started playing together and chasing each other. It amazes me how easily and quickly kids make friends. Even though they don’t speak the same language. They don’t judge and they accept each other with open arms. Aron Ívar slept in the carrier while his brother explored the slide, the swings and chased after his new friend.

When we came home we made delicious banana pancakes. They are our new favorite and so easy to make. They are healthy and perfect for tiny fingers. We danced while we baked and laughed so hard that the house was filled with twinkling tickles.

I let Erik Ómar choose what he wanted for dinner and he chose pizza. We made one awesome pizza with all the best toppings and my little helper decided it was good idea to taste the flour. So while I was preparing the pizza, he took care of eating the flour, pouring it all over himself and basically swimming in it. It was difficult not to laugh. It truly is an adventure to make dinner with this boy.

Stoppaði til að hlusta á fuglana syngja.

 // Stopped to listen to the birds sing.

EÓ talaði íslensku og ensku á meðan hinn strákurinn talaði spænsku og ensku.

// EÓ spoke Icelandic and English while the other boy spoke Spanish and English.

Þessi svaf í magapokanum allan tímann.

// This one slept in the carrier the whole time.

Banana pönnukökur // Banana pancakes

2 egg // 2 eggs

1 1/2 banani // 1 1/2 bananas

1 – 1,5 dl heilhveiti eða spelt hveiti // 1/2 – 3/4 cup spelt flour or whole flour

Smá kanill // Little bit of cinnamon

Þeytið eggin létt, stappið banana og setjið saman við, bætið hveitinu smátt og smátt saman við og bætið að lokum kanil við og hrærið vel. Bræðið smjör á pönnu, bakið og njótið með smjöri og osti.

//

Whisk the eggs until they are fluffy, mash the banana and add to it. Then slowly add the flour and finally the cinnamon and stir well. Melt butter on a pan, bake and enjoy with butter and cheese.

Fullkomið fyrir litla fingur. // Perfect for tiny fingers.

Hann elskar þetta. // He loves it.

Smakkað á hveitinu. // Tasting the flour. Good job little helper!

0

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.