fjársjóðsleit // treasure hunt

Þessa vikuna hefur verið lítið um frítíma þar sem Aron Ívar er búinn að vera meira og minna lasinn. Hann er þó allur að koma til núna og orðinn sjálfum sér líkur á ný sem betur fer.

Að fara með strákana mína á leikvöllinn er að verða ein af mínum uppáhalds gjörðum yfir daginn. Erik Ómar skemmtir sér svo vel og það er einstaklega róandi að hlusta á Aron Ívar syngja sig í svefn í magapokanum á leiðinni þangað. Kastalinn er algjört ævintýraland fyrir litla stráka og það er endalaust hægt að finna nýjar leiðir til þess að renna sér niður rennibrautina. Lítil stelpa koma með sanddótið sitt í vikunni og léku þau sér saman með föturnar og skóflurnar og grófu eftir fjársjóði út um allan völl.

Á fimmtudaginn fórum við svo með Kristni í skólann. Ræddum um lífið yfir köku og kaffi á The Aussie Bean og spiluðum svo fallega tóna á píanóið þegar við komum heim. Það var fjársjóðsleit út af fyrir sig.

//

There hasn’t been much of free time for me this week since Aron Ívar has been sick more or less since our adventures last weekend. He is pulling through though, thankfully, and he is becoming more and more like his usual self.

Taking my boys to the playground is becoming one of my favorite activities during the day. Erik Ómar has so much fun when we go there and it’s extremely relaxing listening to Aron Ívar sing himself to sleep in the carrier on our way there. The castle is an adventure land for little boys and you can spend forever coming up with new ways to go down the slide. A little girl brought her sand toys this week and she and Erik Ómar played with them together and they dug for treasure all over the playground.

On Thursday we went to school with Kristinn. We discussed life over cake and coffee at The Aussie Bean and played beautiful notes on the piano when we came home. That was a treasure hunt in itself.

 

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.