tilraun til myndatöku milli jóla og nýárs

Milli jóla og nýárs voru gerðar nokkrar tilraunir til jólamyndatöku. Eftir smá grátur hjá minnsta manninum og fíflalæti í pabbanum náðum við nokkrum myndum af þessum bræðrum.

Engin góð fjölskyldumynd náðist þennan dag þó mikið hafi verið reynt. Hins vegar náðum við fullkominni mynd af drengjunum með ömmu sinni og afa.

Í næsta heimboði var gerð önnur tilraun og var þetta besta útkoman. Einhverra hluta vegna virðist okkur fjölskyldunni ganga illa að festast á mynd saman.

Við tókum þess vegna myndir af okkur sitthvoru lagi. Það gekk aðeins betur.

Og af því að ég er ekki búin að hlaða alltof mörgum myndum inn í þessa færslu þá læt ég fylgja hérna með tvær til viðbótar. Aron Ívar eins og hann fílar sig best. Og Erik Ómar sem snéri sífellt baki í myndavélina að leika sér með fjárhúsið.

Gleðileg jól og dásamlegt nýtt ár frá okkur!

0

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.