lítil augnablik og nýja árið í allri sinni dýrð

Við brölluðum ýmislegt í þessu dásamlega fríi sem fer nú að ljúka. Okkur tókst að komast með í eitt ferðalag með útlendingunum okkar. Bróðir eiginmannsins og yndisfögur eiginkona hans fengu blessun í Hallgrímskirkju núna í byrjun nýja ársins og fjölskylda hennar og vinafólk okkar voru því hérna á Íslandinu fagra yfir hátíðirnar. Við biðum spennt eftir jólunum. Lékum okkur með jólagjafir. Fórum í göngutúra í snjónum. Fórum í fullt af jólaboðum og reyndum að skipta tímanum okkar jafnt á milli fjölskyldna okkar. Áramótin voru svakaleg að vanda. Einhvern veginn tekst mér alltaf að gleyma hvað Íslendingar verða sprengjuglaðir á áramótum. Nýja árið hefur svo byrjað ágætlega en þó með ákveðnum trega í hjarta þar sem við þurfum að fara aftur til Kaliforníu eftir nokkra daga.

Þessi var svo glaður að komast aftur í fangið á ömmu sinni.

Á meðan þessi ætlaði í bað með jólatrénu.

Afinn og barnið á góðri stundu.

Við hjónin að brosa framan í snapchat.

 

Jólagjöfin í ár! Kubbar og myndavél úr tré. Svo fallegt.

Við fórum á Þingvöll í rökkrinu.

Honum finnst svo gaman að fela sig og notar hvert tækifæri til þess að fara á bakvið gardínurnar eða undir teppi og skríkja svo og hlæja þegar hann kíkir út. Krúttið.

Hið langa ferðalag heim hefst svo á föstudaginn. Við notum þessa síðustu daga í að pakka niður, hitta fólkið okkar í síðasta sinn í bili og njóta augnablikanna. Þetta nýja ár verður stútfullt af nýjum ævintýrum, markmiðum og spennandi tækifærum. Við tökum því sem að höndum ber og reynum að plana ekki of mikið því það er í rauninni ekki hægt. Tökum eina viku í einu og njótum lífsins með molunum okkar. Tíminn líður alltof hratt. Aron Ívar verður 9 mánaða í háloftunum. Það er ótrúlegt. Þessi litli köggull er að stækka alltof hratt.

Vertu velkomið 2016. Ég hlakka til að sjá hvað þú hefur uppá að bjóða.

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.