jólin vafin snjókornum

Ég get ekki lýst því hvað það er búið að vera yndislegt að vera á Íslandi yfir þessi jól og fá að deila þessari hátíð með fjölskyldu og vinum.Við erum svo þakklát og þrátt fyrir að svefninn hafi verið í rugli allan tímann og ýmislegt á hvolfi hjá litlum krílum vegna þéttrar jóladagskráar þá hefðum við ekki viljað sleppa þessu ferðalagi. Strákarnir mínir hafa aldeilis notið þess að vera í umvafnir ömmum, öfum og öðrum ættingjum.

Snjórinn hefur verið dásamlegur. Fullkomin blanda af fegurð og veseni. Ég hefði viljað taka miklu fleiri myndir en ég hef gert en eina tækið til þess sem ég er með er síminn minn og hann hefur takmarkaða hæfileika. Á næstu mánuðum ætla ég að grafa eftir fjármagni til þess að kaupa nýja myndavél. Vonandi. Við tókum þó ágætis myndir á myndavél systur minnar og hérna eru nokkrar frá aðfangadagskvöldinu okkar.

Það verður erfitt að kveðja en við stefnum á að koma aftur í sumar svo við erum strax farin að hlakka til.

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.