vídjó og fleira gaman

Fjórum sinnum hef ég byrjað á þessari færslu og aldrei náð að klára. Afhverju? Jú vegna þess að ég sofna alltaf þegar ég er að svæfa strákana mína. Er ég eina mamman sem lendi sífellt í þessu? Það er bara svo notalegt að kúra með þessum litlu krílum. Það hafa líka allir verið veikir þessa vikuna, nema mamman, og held ég að það sé bara spurning um hvenær ég tek við.

Aðalsportið þessa dagana hjá Erik Ómari er að fara í bað með litla bróður sínum. Og hann vill endilega troða sér ofaní balann með honum. Baðkarið eitt og sér kemur ekki til greina. Svo er líka voðalega gaman að raða dóti ofaná höfuðið á bróður sínum.

 

Þessi gæi fékk sér epli í fæðunetinu í gær og var ekkert lítið sáttur við það.

Kristinn er farinn í kórferðalagið sitt og erum við því ein næstu vikuna. Mér líst alls ekkert vel á það og mér finnst alltaf erfitt að vera í burtu frá honum. Sama hversu stutt eða langt það tímabil er. Við höfum bara nóg fyrir stafni til að láta tímann líða hratt og hlökkum til að fá hann aftur til okkar.  Þetta skemmtilega myndband tók pabbinn þegar hann var að spúla stéttina í garðinum sem var svo voðalega skítug. Þessir tveir eru algjör dásemd.

 

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.