ævintýri í balabaði

Þeir voru svo rólegir í morgun. Horfðu saman á sólina leika sér í garðinum. Núna er klukkan að verða eitt að morgni og pabbinn er ennþá að reyna að koma eldra skottinu í ró. Hann er búinn að vera alltof krúttlegur í sófanum að leika sér í “híba”, sem útleggst sem iPad. Við erum sífellt að læra ný orð hjá þessum dreng. Eftir tvær misheppnaðar tilraunir til að hoppa uppí draumalestina fékk hann að leika sér smástund í spjaldtölvunni. Við lögðum í þriðju tilraun fyrir hálftíma síðan og mér heyrist þetta hafa tekist loksins. Hann hefur að minnsta kosti þagað í meira en tuttugu mínútur sem er góðs viti. Mig grunar hins vegar að pabbinn hafi svifið á eftir honum inní draumalandið í þetta skiptið.

Það var svo gaman að fá pabba sinn heim í dag og Erik Ómar vildi bara spila fótbolta við hann. Endalaust. Það var líka voðalega gaman.

Það er svo gaman að sjá þessa bræður leika sér saman. Erik Ómar vildi fá sér vatnssopa í dag og hann varð bara að fá að deila þeirri reynslu með bróður sínum. Svo hann náði í glasið hans líka, tók snudduna út úr honum og rétti honum glasið sitt. Hann fékk sér sopa og byrjaði svo að naga boltann. En svona sátu þeir heillengi. Krúttin.

Eins og ég sagði í gær að þá er baðtíminn alveg sérstaklega skemmtilegur tími hjá okkur. Erik Ómar lendir í svo mörgum ævintýrum í baðkarinu og í þetta skiptið vildi hann fara í balabað eins og Aron Ívar. Mér finnst ég vera voðalega heppin að fá að fylgjast með öllu sem gengur á í veröldinni sem skapast þegar bílar og endur fljóta um og vatn skvettist í allar áttir. (33) #365þakklæti

 

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.