rólur og mandarínur

Bræðrastundirnar á morgnana eru bara yndislegar. Þeir leika sér svo vel saman og eru svo góðir við hvorn annan. Auðvitað er annar þeirra meiri óviti en hinn og stundum erfitt fyrir Erik Ómar að skilja að Aron Ívar er bara forvitinn og vill prófa það sem hann er að gera. Hann er svo hrifinn af stóra bróður sínum og vill helst alltaf vera þar sem hann er og gera það sama og hann er að gera.

Við erum komin í þvílíkt jólaskap og getum varla beðið eftir að komast heim til Íslands. Að leika okkur í snjónum og brjálaða veðrinu. Vindurinn verður nú vonandi orðinn eitthvað skárri þegar við komum en snjórinn má alveg bíða eftir okkur. Ég veit allavega um einn lítinn herramann sem hlakkar voða mikið til að fá að leika í garðinum með afa sínum. En þangað til þá horfum við á jólamyndir og borðum mandarínur. (36) #365þakklæti

Við fórum út á leikvöll í dag í tilefni annars sunnudags í aðventu. Það var svo gaman og rólurnar voru í uppáhaldi núna. Meira að segja mamman skellti sér í smá sveiflu.

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.