“mixa, mixa, mixa” smákökur

Ég ákvað að vera sniðug og skellti í smákökubakstur í kvöld. Síðan fór eiginmaðurinn á tónleika og eftir stóð ég í miðju eldhúsinu með óbakaðar smákökur, þvott í þvottavélinni og tvö óböðuð og þreytt börn sem voru búin að rústa stofunni. Á einhvern undraverðan hátt tókst mér þó að baka smákökurnar á milli þess sem ég baðaði strákana, hengdi upp þvottinn og kom yngri syninum í háttinn. Mér tókst líka að taka til eftir stormsveipinn sem hafði farið um stofuna og herbergin og þrífa eldhúsið áður en konan sem við leigjum hjá kom heim úr vinnunni. Fjúff. (40) #365þakklæti

Eldri sonurinn dansaði í kringum fæturnar mínar og hrópaði “mixa, mixa, mixa” og vildi endilega fá að blanda öllu saman. Hann sætti sig að lokum við að leyfa hrærivélinni að sjá um þetta og fylgdist með þegar öllu var “mixað” saman.

Nú fer aldeilis að styttast í Íslandsförina hjá okkur. Við erum voðalega spennt og hlökkum til að hitta alla vini og ættingja. Mér skilst að það sé kalt heima svo ég vona að Aron Ívar passi nú í gamla kuldagallann af Erik Ómari. Það kemur í ljós eftir helgina því við komum á þriðjudaginn. Spennan er í hámarki og Erik Ómar hleypur um og leikur flugvélar.

0
Share:

1 Comment

  1. Keithbaritone
    December 11, 2015 / 9:24 am

    We can taste the cookies and cannot wait for the hugs to begin!!!

Leave a Reply

Your email address will not be published.