velkominn nóvember

Nóvember byrjaði eitthvað skakkt hjá okkur öllum og erum við held ég bara fegin að þessi sunnudagur sé búinn. Nú getum við haldið áfram með mánuðinn og gert næsta dag betri. Þessi dagur var samt alls ekki slæmur en þegar maður situr í aftursætinu á bílnum eftir langan dag með hendurnar í kross að reyna að hugga báða strákana sína sem gráta fögrum tárum þá er hægt að segja að þreytan sé farin að segja til sín. Hjá öllum aðilum. Líka pabbanum sem setti tónlistina í botn til þess að reyna að róa yngri soninn því það virkar mjög oft. Amman var svo að reyna að tala við afann á skype í gegnum öll tárin og hljómaganginn. Þið getið rétt ímyndað ykkar ástandið í þessum gamla Ford sem þaut eftir fríveginum í kvöldmyrkrinu. Eftir svona daga er svo voðalega gott að eiga nokkrar svona uppí skáp. Oreo kexkökur eru minn helsti veikleiki um þessar mundir.

Það er líka voðalega indælt að geta stundum horfið ofaní bókmenntir og ævintýri þegar lífið leyfir. Þegar báðir molar sofa eða þegar annar sefur og hinn leikur sér í rólegheitunum þá er fullkominn tími fyrir smá yndislestur. Þakklát fyrir svona stundir. (7) #365þakklæti

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.