stefnumót í hádeginu

Þetta var skrautlegur dagur í meira lagi og eldri sonurinn er loksins sofnaður klukkan korter í miðnætti. Rútínan hefur reyndar verið alveg úr skorðum síðan amma kom því það er búið að vera svo gaman hjá okkur. Svo það er ekki skrítið að þessi síðasti dagur ömmudekurs hafi farið í allar áttir.

Við hjónakornin fengum þó tækifæri til þess að fara saman á deit sem var dásamlegt í alla staði. Kristinn er búinn að vera svo upptekinn og ekkert heima síðustu tvær vikurnar svo að geta stolist í burtu í þrjá tíma í dag var algjör lúxus. Við fórum í bíó að sjá nýju James Bond myndina. Við fórum reyndar næstum því í vitlaust bíó og vorum næstum því alltof sein en þetta heppnaðist allt sem betur fer og ég naut mín í tætlur án litlu guttanna (þó ég hafi saknað þeirra pínulítið). Það er því mikið þakklæti í mér fyrir þennan tíma með ástinni minni í dag. (13) #365þakklæti

Drengirnir mínir lögðu sig ekki almennilega fyrr en um fjögurleitið og sváfu svo ekki nema í rétt tæpan klukkutíma. Aron Ívar náði reyndar einum lúr í morgun um það leiti sem við fórum í bíóið svo hann var nokkuð hressari eftir seinni lúrinn eins og sjá má.

Erik Ómar greyið var frekar lengi að vakna og koma til þegar hann vaknaði og í barnalegri von minni sá ég fyrir mér að hann myndi sofna snemma í kvöld. Klukkan er núna rúmlega miðnætti og hann er nýsofnaður. Það verður skrítið þegar amma fer á morgun og þetta er búinn að vera yndislegur tími. Þessir feðgar eiga eftir að sakna hennar mikið.

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.