skoppandi spékoppi og fleira rugl

Sumir dagar eru tilfinningameiri en aðrir og stundum er maður bara í rugli fram yfir hádegi. Eftir einmitt þannig dag og í raun frekar tilfinningaþrunginn og svefnlítinn sólarhring jafnast ekkert á við þennan sæta spékopp sem skoppar framan í mig á hverjum degi. Allt rugl bráðnar í burtu. (22) #365þakklæti

Það hefur líka vakið hjá mér þvílíka kátínu að fylgjast með þessum tveimur hnoðrum í dag. Aron Ívar er búinn að ná tökum á magaskriðinu og þýtur nú á eftir bróður sínum hvert sem hann fer. Það er alveg dásamlega krúttlegt að vera áhorfandi á þessu heimili.

Sem þakklætisvott fyrir þáttöku í American Celebration, sem eru styrktartónleikar fyrir allt ríka fólkið sem gefur fjármagn til College of the Performing Arts hjá Chapman, fékk Kristinn gjafakort á Ruby’s Diner. Litla fjölskyldan skellti sér því á deit og gerði sig að fífli við myndatökur af sér og sínum. En það er allt í lagi. Ég er viss um að þjónarnir skemmtu sér konunglega við að hlæja að okkur. Og þetta tókst að lokum.

Við fórum líka á svipað deit á sama tíma í fyrra, einmitt í boði skólans líka fyrir þáttöku í sömu tónleikum. Við höfum aðeins breyst síðan þá. Bætt við okkur barni og nokkrum hrukkum. 

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.