sjórængjar, ofurhetjur og óvænt stefnumót

Það var hrekkjavaka í dag og sólin skein og sauð alla sem skelltu sér í búning. Eiginmaðurinn dressaði okkur upp sem steampunk sjóræningja í tilefni dagsins. Það var skemmtilegra en mig grunaði en aldrei mun ég klæða mig í lífstykki aftur. Við ætluðum svo að finna dress á drengina í stíl en það gekk ekki upp svo þeir ákváðu að vera ofurhetjur í staðinn. Súpermann og Batmann hafa aldrei verið sætari. Þetta var krúttlegur fjölskyldudagur í alla staði og skemmtum við okkur konunglega.

Batman litli ofurhetja vildi helst bara hlaupa um og bjarga deginum. Þessir bræður gerðu það svo sannarlega með stæl. “Zoom, zoom, zoom” – hann var með skikkju allt. 

Við fórum ekki á milli húsa að safna sælgæti enda strákarnir of litlir til að skilja tilganginn með því. Við foreldrarnir hefðum sennilega líka endað á því að borða megnið af namminu svo það var kannski bara eins gott að við slepptum því. Við fórum í matarboð í staðinn og nutum góðs matar og félagsskapar sem var yndislegt.

Við fengum síðan óvænt date night í kvöld þar sem vinafólk okkar bauð okkur á stórskemmtilega uppfærslu á söngleiknum My Fair Lady. Það er svo langt síðan ég hef farið í leikhús og við hjónin höfum nánast ekkert farið tvö saman síðan Aron Ívar fæddist svo þetta var kærkomin kvöldstund. Við skyldum litlu molana eftir hjá ömmu Ástu sem var svo indæl að passa þá á meðan svo við gátum farið. (6) #365þakklæti

Nú get ég ekki beðið eftir að horfa á myndina aftur og fleiri gersemar með Audrey Hepburn. 

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.