sjö mánaða hjartaknúsari

Níundi nóvember og litli maðurinn er orðinn sjö mánaða. Ég er svo óendanlega þakklát fyrir þetta litla skott og svo stolt af honum því hann er svo duglegur. Hann klappar fyrir mér þegar ég dansa asnalega. Hann kúrir sig í hálsakotið mitt þegar hann er þreyttur. Hann gleður alla með fallega brosinu sínu. Hann er mikill prakkari og stríðir bróður sínum þegar hann getur. Hann er farinn að íhuga hvernig hann eigi að fara að því að standa upp. Ég sá hann rannsaka sófann í dag – honum fannst það greinilega vera góður staður. Hann er farinn að skríða – hann hefur verið að toga sig áfram á maganum en í dag komst hann uppá hnén og hélt þeirri stöðu þar til kubburinn sem vakti áhuga hans var kominn í litlu hendurnar. Hann togar í hjartastrengina á hverjum degi. Fléttar þá saman. Felur sig í þeim. Úff hvað ég elska þennan fallega strák mikið. (15) #365þakklæti

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.