refaskott og skínandi hjartakítl

Stundum er lífið svo skrítið og stundum líður manni eins og blöðru sem er föst í bandi og getur ekki flogið. Eða eins og skeið ofaní skúffu sem þráir að hitta ísinn í frystinum. Stundum er einhver pirringur í manni sem á sér enga skýringu. Ég var eitthvað furðulega pirruð í dag en þegar við löbbuðum inní búðina og ég sá þennan brosa til mín þá fauk allur pirringur út í buskann. (12) #365þakklæti

Hann er alveg dásamlega krúttlegur og algjört refaskott. Merkilegt hvað það þarf stundum lítið til þess að breyta gráu skýi í hvítt. Stundum er það einhver hlutur eins og þessi bolli. En oftast er það nú eitthvað sem skín og kítlar hjartað eins og þetta andlit.

Þessi snúður og bróðir hans eru alltaf eins og stjörnur á næturhimnum. Sama hvernig mér líður, þeir fá mig alltaf til að brosa, hlæja og njóta augnabliksins.

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.