orðaljóð og danspartí

Ég fór í langþráða klippingu í dag. Ótrúlegt hvað smá klipping getur gert mikið fyrir þreytta mömmu. Ég var mjög þakklát fyrir klippta hárið mitt í dag og ýmsa aðra litla hluti. Til dæmis pakkann sem kom með póstinum í dag og innihélt lítið krúttlegt dót handa strákunum mínum og þennan geislademant. Ingunn Huld þú ert yndisleg og tónarnir þínir og fallegu orðaljóðin hafa ómað í kringum okkur í dag. (26) #365þakklæti

Erik Ómar var ekki lengi að biðja um danspartí þegar við settum diskinn í tækið og auðvitað tókum við sporið út um alla stofu.

Eftir að hafa klifrað upp á bókaskápinn sinn, náð í litina og krotað listilega á hillurnar var tekinn góður tími í að lita í litabókina. Pabbinn stóð sig næstum því jafn vel og barnið.

Annars erum við að njóta þess að vera öll saman þessa vikuna. Alla daga. Það er dásemd fram í fingurgóma.

0

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.