minni símanotkun, meiri bókalestur

Ég hef verið að hugsa í dag hvernig ég get verið góð fyrirmynd fyrir strákana mína. Eitt af því fyrsta sem kom upp í hugann var að minnka símanotkun. Fólk nú til dags er alltaf í símanum. Alltaf að tékka á einhverju sem það þarf ekkert að vera að tékka á akkúrat þá. Facebook. Instagram. Snapchat. Facebook. Þegar það á lausan tíma þá tekur það upp símann og skrollar í gegnum eitthvað app bara til þess að drepa tímann. Ég vil miklu frekar að strákarnir mínir alist upp við að sjá mig lesa bók. Svo nú mun ég láta símann frá mér á meðan ég þarf ekki nauðsynlega að vera að tala í hann. Og lesa bækurnar mínar sem hafa verið að safna ryki undanfarið. Ég stefni að því að lesa eina bók á viku. Svona nokkurn veginn. Þið getið fylgst með því í lesefni vikunnar dálknum hérna til hliðar.

Það sem er líka svo skemmtilegt við þetta er það að Erik Ómar skilur ekki ennþá að síminn er líka myndavél. Og það er kannski bara eins gott því ég er farin að nota myndavélina aftur jafnmikið og ég gerði hérna áður þegar hann var pínulítill. Hann neitar að horfa í símann þegar ég tek myndir með honum, snýr sér undan, fer að gera eitthvað annað. En um leið og ég tek upp myndavélina þá er hann eitt bros og grettir sig framan í vélina. Hleypur svo til mín og vill sjá útkomuna á skjánum. Þegar hann sér mig taka myndir af Aroni Ívari kemur hann og styllir sér upp við hliðina á honum. Mér finnst það svo frábært að sjá hann bregðast svona við alvöru myndavél. Og ég ætla mér að halda þeim eiginleika við hjá honum og þeim báðum. (21) #365þakklæti

Mér finnst þessar myndir eitthvað svo skemmtilegar. Á seinni myndinni var Erik Ómar búinn að hlaupa í burtu og sækja vínberin sín og ætlaði að njóta þess að gæða sér á þeim á meðan ég tók myndir af þeim bræðrum. Hann var fljótur að átta sig á að það þýðir sko ekkert að ætla sér að hafa eitthvað svona í friði fyrir litla bróður. Skálin endaði á hvolfi og berin út um allt og meðfylgjandi “ónei” og “Ani” ómaðu lengi á eftir. 

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.