með hárið í krulluðu fjöri

Á hverjum degi vaknar Erik Ómar eftir lúrinn sinn með hárið í krulluðu fjöri. Ég bókstaflega elska þennan hnoðra og hnoðralegt hárið hans. Hann fer nú samt í klippingu í fyrir jólin en þangað til ætla ég að elska þennan hárprúða koll í mola. (30) #365þakklæti

Hann stóð við gluggann og fylgdist með “Úffí” keyra í burtu. Konan sem við leigjum hjá heitir Ruthe og hann er nýlega búinn að læra að segja nafnið hennar. Hæ “Úffí” // Bæ “Úffí” // “Úffí, Úffí” // Þetta er með því sætara sem hann lætur út úr sér.

Við fórum á leikvöllinn í dag. Það eru tveir leikvellir í garðinum sem er hérna nálægt og við ákváðum að kanna hinn völlinn í dag. Við höfðum hann alveg út af fyrir okkur og gátum látið eins og vitleysingar af hjartans list. Pabbinn tók sér stöðu og fylgdist með strákunum sínum.

Það voru nokkrar rennibrautar þarna en þessi var í mestu uppáhaldi því þeir gátu rennt sér saman. Erik Ómari fannst það svo skemmtilegt og var ekki lengi að sýna bróður sínum hvernig átti að gera þetta.

Við fundum líka haustið í allri sinni dýrð.

0

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.