lítil þakklætiskorn

Langur, erfiður dagur. En í kvöld er ég þakklát fyrir litlu hlutina. Fyrir stóra, hlýja og örugga faðmlagið sem maðurinn minn gaf mér þegar hann kom heim seint í kvöld. Fyrir að klakavélin er komin í lag svo nú get ég fengið mér ískalt vatn að drekka. Fyrir að ég fann loksins bláu snudduna hans Eriks Ómars því hann vidi alls ekki fá þessa grænu. Fyrir sokka og hlý teppi því það er svo kalt á morgnana. Fyrir brosið hans Kristins. Fyrir poppkornið sem við borðuðum saman á meðan við horfðum á kvikmynd með hléum því litli molinn minn vaknaði í sífellu. Hann er ennþá vakandi by the way svo nú ætlum við að fara og kúra ofaní koddann og vonandi sofna. Góða nótt. (18) #365þakklæti

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.