lítið líf og leikur meðal bræðra

Uppáhalds leikurinn um þessar mundir. Erik Ómar leggst á gólfið og kallar á bróður sinn sem um leið skríkir af kæti og leggur af stað í áttina til hans. Þeir hlæja saman á meðan sá litli nálgast markið. Síðan krúttast þeir og spjalla og knúsast eins og sönnum hnoðrum sæmir.

Annars erum við að springa úr þakklæti og gleði yfir nýja lífinu í fjölskyldunni. Lítill frændi fæddist í nótt og getum við ekki beðið eftir að hitta hann og knúsa. Til hamingju með soninn Gunnhildur og Arinbjörn! Þessi systkinamynd er dásamleg. (25) #365þakklæti

Ég bað þennan vinsamlegast um að hætta að naga stólana í húsinu. Hann skreið þá undir borðið og gæddi sér á borðinu í staðinn. Kjáni. Í dag hefur hann einnig ítrekað reynt að bíta mig í öxlina. Eitthvað segir mér að fleiri tennur séu á leiðinni.

Hann vill líka gera allt eins og bróðir sinn. Það verður gaman að fylgjast með þeim þegar hann loksins fer að labba. Þá verður sko fjör.

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.