lestarferð í garðinum // fjölskyldufjör

Það er ótal margt sem við höfum brallað saman í garðinum hérna við húsið. Erik Ómar teymir mig í alls kyns leiðangra og nú hefur hann tekið uppá því að fylla fangið sitt af bílum á hverjum morgni og biðja um að fá að fara út. Bakgarðurinn veit því adrei hverju hann á von á þegar sólin vaknar til lífsins. Við höfum elt flugvélar þvert yfir himininn, kafað ofaní polla sem voru skildir eftir þegar rigndi, hjólað hringinn í kringum hnöttinn og tekið þátt í alls kyns sportbíla akstri. Í morgun fórum við í svakalega lestarferð um allan garðinn.

Ég setti aðra mynd af sama augnabliki inná instagram en þar sem bróðir minn hélt að barnið væri komið með glingur í eyrun á þeirri mynd þá setti ég þessa í staðinn hér. Þær eru sem betur fer jafnsætar. Og engar áhyggjur, barnið er ekki komið með glingur í eyrun. 

Á meðan við vorum á skoða heiminn í garðinum var sá minnsti í sínum eigin könnunarleiðangri inní stofu. Hann var að leika sér með lítinn körfubolta sem tók uppá því að rúlla í burtu. Minn maður skellti sér þá á magann og fylgdi á eftir. Hann var kominn á bakvið sófann þegar mamman tók eftir ferðalaginu. Ef bolti fer af stað þá eltir maður. Það er bara svoleiðis. 

Þar sem pabbinn kom snemma heim í dag þá skelltum við okkur í kvöldmat á Panera Bread. Við erum mjög hrifin af þeim stað. Maturinn er hollur og góður, litríkur og heimilislegur. Strákarnir voru meira að segja mjög ánægðir með matinn og útsýnið. 

Andlit okkar hjóna vildu ekki festast á mynd svo við tókum bara mynd af matnum okkar í staðinn. Súpa, salat og kalkúnasamloka. Ljúffengt.

Það tók svo við dásamleg fjölskyldustund þegar við komum heim. Það voru svo mikil læti í okkur að leigusalinn okkar flúði úr húsinu. Það var mikið hlegið og fíflast, spilað á píanóið og sungið. Allir sungu sitt eigið stef að sjálfsögðu. Það er svo mikið líf og fjör þegar pabbi er heima. Ég elska litlu fjölskylduna mína. (16) #365þakklæti

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.