krúttlegt ísdeit // ljósmyndunartrixið

Á meðan ég horfi stórum “langar í” augum á myndavélarnar í búðinni þá hef ég ákveðið að nota mína þar til hún gefst upp á mér. Hún er orðin gömul og hefur svo sannarlega staðið sig vel í gegnum árin. En hún er orðin slöpp og mig hreinlega langar í betri vél til að festa líf drengjanna minna á filmu. Ég á stórt flass en það hefur líka verið að stríða mér undanfarið svo í dag tók ég aftur upp gömlu góðu aðferðina með hvíta blaðið fyrir framan innbyggða flassið á vélinni. Það er dálítið magnað hvað það virkar vel.


Kristinn er að fara í áheyrnarprufu á morgun fyrir óperusöngleik sem er á næstu önn og þess vegna þarf hann að skila inn ferilskrá. Við skemmtum okkur því við að taka andlitsmyndir af honum í kvöld svona eins og ekta amateur ljósmyndarar. Ég er svo endalaust þakklát fyrir þennan mann og allt sem hann er. Þó hann hafi verið dauðþreyttur eftir langan dag þá fór hann samt út í búð að kaupa ís handa konunni sinni. (17) #365þakklæti

Eitt af því sem ég elska svo mikið við manninn minn er að ég veit aldrei við hverju ég á að búast þegar ég sendi hann út í búð. Hann kemur mér alltaf á óvart. Þetta kom til dæmis upp úr pokanum eftir þessa búðarferð. 

Tveir mini Ben&Jerry’s! Ekki datt mér í hug að þeir framleiddu svona litlar útgáfur af þessum dásemdar ís. En þetta var alveg mátulegt og vorum við voða krúttleg að borða ísana okkar saman, þó ég segi það sjálf. 

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.