hvernig á að klína sér inná mynd

Kolruglað hár. Mitt daglega brauð. Minnir mig á að ég er móðir. Að ég á tvo á yndislega syni. Sem elska hárið á mér. (10) #365þakklæti

En þá að öðru. Við dönsuðum á veitingastaðnum í gær. Við dönsuðum í Costco í dag. Dansinn í gær var mikill gleðidans og Erik Ómar hló svo mikið og knúsaði mömmu sína eins dásamlega og hann gat. Dansinn í dag var þreytudans og drengurinn geispaði og kúrði sig í hálskoti þangað til hann sofnaði í mömmufangi. 

Það var eitt í viðbót sem gladdi mig í dag. Við fórum í brúðkaup í sumar hjá Jóhanni bróður Kristins og Emily yndislegu konunni hans. Það var svo gaman að fá að taka þátt í deginum þeirra og fylgjast með manninum mínum leiða brúðarsveina hópinn í mikilli gleði og skemmtilegum uppátækjum. Ég fékk loksins að sjá myndirnar sem voru teknar á þessum degi og eru þær svo fallegar og töfrandi, þökk sé ljósmyndaranum henni Megan Hartley. Alveg gullfallegar. Það sem mér þótti skemmtilegast þó var að rúlla í gegnum myndirnar og komast að því að enginn er eins góður í að klína sér inná mynd sem hann tilheyrir ekki eins og maðurinn minn. Hér er fallega brúðurin ásamt einni af brúðarmeyjunum… og elskulegur eiginmaður minn í bakgrunn. Gefðu mér fimmu ástin mín, þessi mynd er snilld.

Ég fæ kannski leyfi hjá brúðhjónunum til þess að birta nokkrar fleiri myndir úr brúðkaupinu þeirra en þangað til læt ég þessa duga. Hún yljar mér um hjartarætur.

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.