hjörtu okkar fylltust af gleði

Síðasta sólarljósið trítlaði á milli trjágreinanna þegar við lögðum af stað í göngutúrinn. Það hvíslaðist á við goluna sem lék sér lauslega við laufin sem fuku af stað hér og þar. Litli snáðinn okkar sofnaði á leiðinni en stóri snáðinn okkar iðaði í sætinu sínu af kátínu yfir að vera að fara á leikvöllinn. Þar eru nefnilega rennibrautir. Þegar hann sá kastalann í fjarska hrópaði hann á pabba sinn að ýta sér hraðar, hraðar. Hann þaut af stað þegar við komum loksins á völlinn og hann var laus úr beltinu sem hélt honum föstum. Það gaf mér svo mikla gleði að fylgjast með honum leika sér og sjá hvað hann ljómaði. Hann fyllti hjörtu okkar með sinni einlægu gleði á meðan hann lék sér. Hann hljóp fram og til baka, renndi sér margar ferðir og klifraði upp stigann eins og ekkert var. Þetta var svo mikið ævintýri og ég er svo þakklát fyrir þennan göngutúr og hvað hann gaf okkur mikið. (20) #365þakklæti

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.