fyrsti í aðventu

Við eyddum fyrsta sunnudegi í aðventu í gamla miðbænum í Orange. Við röltum á milli antíkbúða, sötruðum eplasafa og frappó með piparmintu- og mokkabragði og fylgdumst með hópi páfagauka fljúga gargandi yfir torgið. Fjölskyldur skiptust á að stilla sér upp fyrir myndatökur fyrir framan risavaxið jólatré, krakkar hlupu um og hlógu dátt, pör leiddust og vinir gerðu grín í hvort öðru. Erik Ómar fór í eltingarleik við örlítið eldri stráka hringinn í kringum gosbrunninn og skemmti sér svo vel. Hann talaði við þá út í eitt en þeir skyldu auðvitað ekkert hvað hann var að segja. Aron Ívar kúrði undir teppinu sínu í kerrunni á meðan, alsæll með hnefann sinn og mömmu sína sem fíflaðist í honum öðru hverju. Þetta var fallegur dagur, kryddaður með jóladufti hér og þar. Ég henti svo saman einum litlum aðventukransi korter í miðnætti. Gleðilega aðventu. (31) #365þakklæti

 

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.