blóm, hlátur og húfur

Ég sendi eiginmanninn út í búð áðan og hann kom með óvænt “af því bara” blóm handa mér. Ég elska þennan mann svo mikið. (27) #365þakklæti

Þessir tveir voru svo krúttlegir í kvöld. Hláturinn flaug um allt og skoppaði á milli veggjanna. Sá litli kúrði sig líka í hálsakot og var óstöðvandi í spjallinu. Hann kleip líka í nefið og kinnarnar á pabba sínum og hélt langan fyrirlestur um það.

Það er aðeins farið að kólna hérna hjá okkur svo við klæddum strákana í húfur áður en við fórum á flakk seinni partinn. Erik Ómar var svo ánægður með “hattí” sinn og fannst ofur töff að Aron Ívar var líka með “hattí”. Þetta var þó besta myndin sem náðist af þeim. Monsarnir mínir.

0

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.