besta jólagjöfin

Ég hef engin orð til að lýsa þeirri gleði og þakklæti sem umvefur mig eftir þennan dag. Að vera á Íslandi um jólin var mín heitasta ósk þessa önnina. Ég reyndi eins vel og ég mögulega gat að gera mér ekki vonir þar sem við höfðum því miður ekki efni á fluginu. Öll fjölskylda Kristins verður á Íslandi og við sáum fram á að vera ein hér í Kaliforníu. Sem var allt í lagi, við vorum búin að sætta okkur við það. En yndisleg tengdamóðir mín var ekki sátt við þá niðurstöðu og eftir linnulausa leit á internetinu eftir ódýrustu og bestu flugferðum sem komu til greina þá small púsluspilið að lokum. Dásamlegu foreldrar okkar beggja og fjölskyldur tóku höndum saman og gáfu okkur þá bestu jólagjöf sem við getum hugsað okkur. Jól á Íslandi. Þakklætið er algjört og við getum ekki beðið eftir að knúsa ykkur öll! (23) #365þakklæti

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.