morð í myrkri // pönnukökugleði

Fiskarnir voru ekki glaðir með nýja heimilið sitt. Nema þeir hafi barist innbyrðis um hver myndi ráða yfir ríkidæminu. Þegar Susie litla fannst látin tveimur morgnum eftir að þau fluttu inn þá fóru alls kyns tilgátur á flug. Morð í myrkri. Tveir lifðu af. Hvor þeirra átti sökina. Áttu þeir sökina yfir höfuð? Þegar Njáll flaug svo uppá yfirborðið daginn eftir þá hætti okkur að lítast á blikuna. Var Batman sekur eða vorum við að gera eitthvað vitlaust? Hver sem skýringin er þá lifir Batman ennþá. Dæmdur til að synda aleinn um búrið. Að eilífu.

Í tilefni þriðjudags þá bökuðum við pönnukökur. Litlar fætur dönsuðu í kringum mig á meðan. Hann sagði mér sögur af alls konar og ýmsu. Ég skildi sumt á meðan annað var algjörlega hans tungumál. Svo bað hann um smjör og sýróp og jarðarber á sína. Gleðin var svo mikil. Sá yngri var bara nokkuð sáttur með grautinn sinn. Enda uppáhalds þegar maður er loksins búinn að læra hvernig á að kyngja. 

Það er sama hversu oft ég bið hann um að setjast niður á rassinn í sætinu sínu, ég kem alltaf að honum svona. Það er einfaldlega ekki hægt að horfa á Póstinn Pál öðruvísi en uppá borði. 

. . . 

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.