hjarta mitt brosti

Ég er búin að sitja lengi og hugsa um hvað ég sé þakklát fyrir í dag. Til að byrja með fannst mér það ekki vera neitt voðalega margt, ekkert svona einstakt – þetta var ósköp venjulegur dagur fyrir utan maurabardagann sem átti sér stað eftir hádegið. Ég barðist líka hetjulega við síþreytuna sem hefur verið að hrjá mig undanfarna daga. Ég tók heldur ekki margar myndir í dag, það einhvern veginn gleymdist í öllum bardaganum. En ég tók eina mynd eldsnemma í morgun. Og fyrir hana er ég mjög þakklát.

Þó strákarnir mínir hafi vaknað á undan sólinni í morgun og ég næstum því grátið af þreytu þá er ég svo ótrúlega þakklát fyrir þetta augnablik. Bræðurnir léku sér saman með bílana, Erik Ómar með sína bíla og af og til rétti hann Aroni Ívari bíla sem hann mátti leika með. Og í smástund héldust þeir í hendur. Hjarta mitt brosti. (2) #365þakklæti

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.