fyrsti göngutúrinn

Þessi vinátta er svo yndisleg. Hún blómstrar dag frá degi og ég er með sæti á fremsta bekk.

Við erum alls ekki að flýta okkur að kenna Aroni Ívari að ganga. En drengurinn vill helst bara standa, þó hann geti ekki staðið sjálfur ennþá. Hann er orðinn svo kraftmikill og fljótur að það má varla líta af honum. Hann togar sig áfram eða ýtir sér aftur á bak og hann er yfirleitt ekki þar sem ég skildi hann eftir þegar ég kíki á hann einni mínútu síðar. Við tókum smá göngutúr um húsið með smá hjálp frá pabba í kvöld og litli molinn var í skýjunum.


Eftir allan hamaganginn og lætin sem voru í drengjunum mínum í kvöld er ég dálítið fegin að fá smá frið. Ég hlusta á engispretturnar syngja úti í næturkyrrðinni og ætla nú að gleyma mér yfir Downton Abbey. 

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.