bláberjamöffins í molum

Þessi ungi maður átti að taka lúrinn sinn í hádeginu en harðneitaði. Í staðinn dreifði hann dótinu sínu út um allt, steig ofaní dótakörfuna og sat þar góða stund. Sigldi á vit ævintýranna. Reyndi að fela sig en passaði ekki á bólakaf. Hann varð líka að klifra á öllum húsgögnunum í herberginu. Skríða undir borðið. Byggja kastala. Prófa allt dótið sem hann hefur ekki leikið sér með í nokkurn tíma.  Knúsa mömmu sína. Lesa fleiri bækur. Fleiri bækur. Leika við litla bróður sem synti á maganum í öllu dótinu. Þetta voru upplýsandi tveir klukkutímar sem við eyddum í herberginu áður en hann loksins gafst upp og lagðist á koddann. Hann flækti fingurna í hárinu mínu og sofnaði á fimm sekúndum. Litli snillingurinn minn.

Eiginmaðurinn lét loksins sjá sig og þar sem við hin höfðum gert lítið annað en að hósta frá okkur allt vit í dag þá ákváðum við að storka örlögunum og hressa okkur aðeins við. Skotferð í Barnes and Noble er ávallt gott fyrir sálina svo við drifum okkur út í bíl og brunuðum af stað. Eins og alltaf þá byrjuðum við bókaröltið á kósístund á Starbucks sem sómir sér vel innan um bækurnar. Ég fékk mér bláberjamöffins og tók mynd eins og allir gera sem eru ánægðir með matinn sinn. Ein bláberjamöffins í molum. Svakalega góð.

Þessi litli gæi brosti hringinn allan tímann. Hóstaði á pabba sinn. Og hélt svo áfram að brosa. 

Þegar maður fer á kaffihús þá fær maður epladjús. Það er bara þannig.

Og þakkar svo fyrir sig með myndavélabrosinu.

Hjarta mitt skín.

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.