lífsins gleði og ryksugan

Er það ekki saga til næsta bæjar þegar sonurinn biður um meira lýsi?

Litli hnoðrinn minn er að taka vaxtarkipp svo nú er kúrað í mömmufangi allan daginn.

Sólin lýsti upp heiminn í dag og glotti sínu breiðasta á rykið í stofunni. Svo það var ryksugað. Að minnsta kosti þangað til stóri strákurinn minn slökkti á ryksugunni. Aftur. Og aftur. Og fagnaði af lífsins gleði eftir hvert skipti og klappaði saman litlu lófunum sínum.

Lífið er ævintýri. Og lóan hljóp um grasvöllinn ásamt vinkonum sínum. Krummi gargaði á mig um daginn og ég sá krúttlegt gamalt fólk leiðast yfir götuna. Nú er byrjað að rigna litlum dropum ofan úr skýjunum. Himininn grætur. Svo breyttist það í snjó. Við vitum aldrei hverju við eigum von á. Aðstæður geta breyst svo snögglega. Lítil augnablik. Gleði. Sorg. Lífið er ævintýri.

Litlir fingur kúra í hálsakoti.

0
Share:

1 Comment

  1. Kristinn S. Reed
    May 2, 2015 / 11:32 pm

    Hann fagnar því hann man hversu skíthræddur hann var þegar við ruksuguðum þegae hann var ungabarn 😊

Leave a Reply

Your email address will not be published.