augu barnsins

Uppáhalds leikfangið á þessu heimili eru bílar. Erik Ómar getur dundað sér endalaust með bílana sína. Raðað þeim upp. Keyrt þá út um allt. Skemmtilegast finnst honum að keyra þá yfir einhvers konar hindranir. Fótleggina á mér. Yfir nóturnar á píanóinu. Eða meðfram húsgögnunum. Nýlega byrjaði hann að benda á bílamerkin svo ég hef verið að kenna honum hvað bílarnir heita. Það verður spennandi að sjá hversu fljótur hann verður að læra að greina þá í sundur.

Við lesum líka mjög mikið. Þegar við byrjum að lesa þá hættum við yfirleitt ekki fyrr en búið er að fara í gegnum allan bókakassann. Þessi litla gersemi er í uppáhaldi hjá okkur:

Ég les hana á íslensku fyrir hann og hann elskar hverja blaðsíðu. Myndirnar eru svo fallegar, stútfullar af litum, náttúru, árstíðum og dýrum.

Langskemmtilegast af öllu finnst honum þó að vera úti að leika sér. Í hvaða veðri sem er. Hann hleypur um og hlær. Potar í jörðina með priki og hendir sér í grasið og hrópar “æ-æ” áður en hann stendur upp og endurtekur leikinn. Allt er svo skemmtilegt. Svo gleðilegt. Svo stórkostlegt.

Það er svo dásamlegt að upplifa heiminn í gegnum augu barnsins síns.

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.