tónlist lífs míns

Erik Ómar hleypur í kringum vögguna þar sem Aron Ívar sefur vært. Hann er með lítið símtól í höndunum og leyfir litla bróður sínum að tala við afa. Síðan hleypur hann í hringi í stofunni og talar sjálfur við afa í litla símtólið. Hann elskar að vökva blómin og biður um að fá að vökva þau að minnsta kosti þrisvar á dag. Gleðin sem skín úr augum hans þegar hann skoppar yfir gólfin með vatnsflöskuna er óborganleg. Þegar hann skríður upp í stofugluggann með endurnar sínar eða bílana og talar við sjálfan sig er yndislegt. Hann prílar upp á allt sem hann getur.  Hann elskar líka að þvo hendurnar og nýtir hvert tækifæri til að draga með sér stól inn á bað svo hann komist sjálfur í vaskinn. Hann klifrar upp á píanóið og spilar á nóturnar með hnjánum. Hann dregur skiptidýnuna fram á gólf og leggur sig á henni. Og litlu orðin sem hann er að læra eru svo sæt og hljómblíð að hjarta mitt hlær í hvert skipti sem hann missir þau út úr sér. Þessir tveir eru tónlist lífs míns.

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.