stofugluggabíó

Fuglarnir sitja á trjágreinunum og spjalla um veðrið. Sólina og snjókornin sem keppast um að rigna yfir okkur. Lítið líf er byrjað að spretta fram undir fótum þeirra: grænt, vorlegt og lifandi. Greinarnar sveiflast til í vindinum og fuglaparið flýgur á braut, þvert yfir skýjaslæðuna sem hefur plantað sér á himininn. Heilsan er ekki alveg komin í lag svo ég fylgist með lífinu út um stofugluggann.

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.