morgunpúsl

Það greip mig einhver tiltektar löngun. Mig langar að gera lista og krota lítil falleg x við það sem ég er búin að gera. Mig langar að þrífa, þvo þvott og hafa hlutina á sínum stað. Í staðinn er allt í kross. Ég er hálfnuð með þvottinn niður stigann. Engir listar hafa verið gerðir. Ennþá. Og einhvern veginn er allt út um allt. Drengirnir mínir eru loksins sofnaðir. Sá eldri að minnsta kosti. Sá yngri er enn í samningarviðræðum við mömmu sína. Það er hálf hlægileg áskorun að svæfa Erik Ómar fyrir lúrinn sinn á morgnana. Hann vill helst bara vesenast og litli kútur kúrir á handleggnum mínum á meðan, ýmist að drekka eða láta vita af sér með alls konar hljóðum sem hjálpa stóra bróður alls ekki að sofna. Þetta tekur yfirleitt svona klukkutíma og þegar hann er loksins sofnaður – og þeir báðir ef allt gengur vel – þá sit ég eins og hrúga í rúminu með hárið í einni bendu, þakkandi Guði fyrir að þetta hafi tekist. Kaffibolli númer tvö sést í hyllingum í einhverju horninu. Tími til kominn að vippa sér úr bleika sloppnum og í sturtu ef veður leyfir. Tilraun til að vera sæt í gegnum baugana:

0
Share:

2 Comments

  1. Keithbaritone
    April 30, 2015 / 1:43 pm

    Your prettiness, if I can translate that word svona, is encapsulated in your tired eyes. It is amazing what Mom's give so that their kids feel good. The process of redefining your life is in full gear. You are becoming the you that you are becoming. You are not losing any of the you that you were. You are being created, each day, each night, into the you you are meant to be. Trust the process and know that we are praying for Godf's special grace to hold you strong. Stay alert to his little pockets of joy and smiles that accompany all the recognition's of unwashed clothes and chaos. This time will never come again!

  2. Kristinn S. Reed
    April 30, 2015 / 3:39 pm

    Knús og kossar yndið mitt!!

Leave a Reply

Your email address will not be published.