logn í stormi

Þar sem við erum á landinu tímabundið núna þá búum við hjá foreldrum mínum. Heimili þeirra er eins og stormsveipur. Það er ekki fyrr búið að taka til en litli stóri strákurinn minn er búinn að dreifa vel úr sér aftur. Bókaflóð hér. Bílaraðir þar. Pottar, pönnur og kaffikönnur á víð og dreif um húsið og af og til öðlast matarskúffurnar frelsi og við tiplum á tánum á milli hveitpoka og salt- og piparstauka. Og mitt í öllu dótinu kúrir litli hnoðrinn minn í vöggunni sinni og virðir fyrir sér heiminn.

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.