Ég tók þá skemmtilegu ákvörðun að byrja að lesa Sense and Sensibility eftir Jane Austen á meðan ég gef yngri syni mínum að drekka. Hann hangir meira og minna á brjóstinu svo bókin ætti að vera fljótlesin. Kannski ég taki bara Jane Austen þema á þetta og klári allar bækurnar á meðan litla kúridýrið mitt drekkur og hnoðrar sig saman í fanginu á mér.
0
Elsku Anna Lilja, það er notalegt að lesa bloggið þitt og ég hlakka til fyrstu skáldsögunnar þegar þar að kemur. Þú ert svoldið einstök á sérlega fallegan máta. <3
Æ hvað það gleður mig að heyra 🙂 takk fyrir falleg orð!