eitt stykki krútt og kaffi út um allt

Blár himinn. Og þreyttur hugur. Ég stakk höndinni ofan í kaffibollann í staðinn fyrir m&m og skálina. Svo hló ég eins og vitleysingur. Ein í sófanum.

Ég fór með Aron Ívar í þriggja vikna skoðun uppá heilsugæslu í morgun. Erik Ómar datt í lukkupottinn á meðan. Hann fékk að fara á leikskólann þar sem amma er að vinna og leika við krakkana þar. Hann var svo spenntur að fara út úr bílnum þegar hann sá alla krakkana og hann mátti varla vera að því að kyssa mömmu sína bless. Þegar ég kom svo að sækja hann aftur þá ætlaði hann sko ekki að koma inn í bíl heldur tók beint strik í áttina að leiktækjunum. Þetta gull mitt elskar útiveruna svona mikið. Hann ljómar og skín og það skiptir engu máli hvort það sé kalt úti. Hann finnur varla fyrir því. Hann krúttar yfir sig á hverjum degi.

Nú rölti ég um ebay og skoða gamaldags múmínbolla. Ef ég ætti tímavél þá myndi ég fara aftur til ársins 1996 þegar þessir gömlu fallegu voru í framleiðslu og kaupa þá fyrir slikk. Þessi er sá eini úr þeirri línu sem er ennþá í framleiðslu og hann er svolítið mikið uppáhalds.

0
Share:

1 Comment

  1. kristinn S. Reed
    April 29, 2015 / 3:21 pm

    Haha! Erik Ómar er svo frábær! 😊 elska til ykkar allra!

Leave a Reply

Your email address will not be published.