sólarljós sem trítlar

Dásemdar sólarljós sem trítlaði um strætin í dag. Grasið vaknaði og tók laufin á trjánum með í eltingarleik. Það var grillað í Heiðmörk og nú lyktum við eins og kolagrill.

Leigjandinn er fundinn og í dag var skrifað undir samninginn. Þvílíkur léttir sem það er að vera búin með þann lið á listanum. Nú get ég krotað fallegt x með pennanum mínum og haldið af stað í næstu verkefni.

Tvær vikur til stefnu og hér yfirflæðir allt af kössum. Þetta er mjög skrítið en lúmskt spennandi líka. Frábært tækifæri til þess að fara í gegnum allt sem við eigum og losa okkur við það sem við þurfum ekki á að halda og er í raun bara fyrir og safnar ryki. Allt annað fer í kassa og flest húsgögnin seld. Nema rúmið. Elsku besta rúmið mitt verður sko ekki selt.

Þessi litli grallari gerir þetta allt svo miklu skemmtilegra:

0
Share:

1 Comment

  1. Keithbaritone
    May 19, 2014 / 4:48 pm

    IN all of our moves and travels..it was the little faces behind doors that brought us the most joys…I see this continues…lovelove

Leave a Reply

Your email address will not be published.