pönk og kassar og toblerone

Ég hlakka alveg svakalega mikið til að gleyma mér yfir Eurovision á laugardaginn. Pollapönkararnir eru svo frábærir og alveg búnir að sprengja krúttskalann hjá mér að minnsta kosti. Ég verð nú samt viðurkenna að mér leist ekkert voðalega vel á þetta lag fyrst en ég er algjörlega búin að skipta um skoðun. Boðskapurinn er frábær, þeir eru æði og skila þessu svo vel með hoppum og skoppum og útgeislun uppá tíu fingur. Hvort sem er í Henson-göllum, jakkafötum, kjólum eða lopapeysum. 

Annars búum við hálfpartinn í kössum þessa dagana og bíðum eftir hinum eina rétta leigjanda að íbúðinni okkar. Þessi mánuður er spennuþrunginn á svo mörgum þrepum að ég sef með annað augað opið.


Það er heilsuátak í vinnunni. Ég fagna því með því að hverfa ofaní Toblerone pokann sem einhver skildi eftir uppá lofti.

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.