hugarflækja

Það var svo fallegur snjór sem prýddi fjöllin í dag. Eins og rjómaslettur sem láku niður hlíðarnar. Og sólin trallaði og sendi geisla sína spriklandi í partíið. Svo sá ég líka tvo máva á spjalli uppá ljósastaur.

Loksins, loksins er ég búin með fyrsta skrefið í flutningi okkar til Bandaríkjanna. Ég sótti um sex mánaða dvalarleyfi fyrir mig og soninn. Þetta er búið að vera þvílíkt ferli. Og nú er bara að vona að þetta verði samþykkt og komið í gegn áður en við förum út í ágúst.

Hugurinn minn er í allar áttir.

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.