dropar í slag

Það eru slagsmál af bestu gerð fyrir utan gluggann minn. Droparnir
hendast í allar áttir og á hvern annan og sameinast í einni skvettu á
rúðunni. Unginn minn spriklar á gólfinu við hlið mér, grunlaus um
hamaganginn utandyra. Ég hlusta á vindinn umlykja húsið og ímynda mér að stormurinn taki okkur í fangið og sveifli okkur til Oz. Það væri ekki leiðinlegt að fá sér göngutúr eftir steinilögðum stígnum, gulum eins og sólin.

Við krúttmolinn höfum það kósí í dag.

0

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.