síðustu laufin

Veðrið í dag er draumi líkast. Köld golan hoppar á milli trjánna og hristir síðustu laufin af greinunum. Sólin stráir geislum sínum í hjörtu mannanna og lýsir upp andlit barnanna fyrir veturinn. Hvítir toppar fjallanna standa vörð um borgina og fuglarnir taka dýfur í ferskleikanum sem hangir í loftinu. Fegurð í sinni tærustu mynd.

Þetta er svo skemmtilegur tími. Þegar haustið og veturinn sameinast og mála mynd af því sem koma skal. Það er heldur aldrei eins skemmtilegt og núna að fá sér kaffibolla og einn, tvo, þrjá súkkulaðimola.

Skuggamyndir eru á sveimi í síðustu geislunum sem sólin sendir frá sér í dag. Tilvalið að fá sér göngutúr með vagninn. Eða hundinn. Eða makann.

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.