poppkorn og fleira

Fíkusinn minn tók sig til um daginn og afklæddist. Nú hanga bara nokkur lauf á stangli og vita ekkert hvað þau eiga að gera. Eitt gult. Restin græn. Sem betur fer. Ég vökva eins og slökkviliðsmaður í þeirri von að hann haldi lífi. Haustið hefur greinilega stolist inn um gluggann.

Ég bjó til poppkorn í gærkvöldi. Það brenndist. Það er önnur saga því það sem skiptir máli er að setja kornin í pott, baða þau í kókosolíu – takið eftir því – og bíða svo eftir skoppinu. Það klikkar ekki! Nema í gærkvöldi…

En að öllu gamni slepptu þá er kókosolían þvílík snilld. Poppkornið verður margfalt betra. Ferskara ef hægt er að orða það svo. Prófið.

Sonurinn vaknaði og við fórum að moppa upp rykið. Við sömdum lag um verknaðinn og þessi drengur lét mér líða eins og stjörnu – svo mikil var gleðin yfir söngnum. Sem betur fer voru engin önnur vitni.

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.