spjallað út í loftið

Áskorun breytt: blogga eins oft og ég hef tök á.

Hvítur fjallgarður faðmar að sér Reykjavík og gullnir geislar renna sér niður brekkurnar. Bara fallegt.

Það er svo gaman að fylgjast með litla drengnum mínum uppgötva heiminn. Tærnar sínar, hendurnar, tunguna, röddina, hláturinn… Alltaf eitthvað nýtt á hverjum degi. Hann þykist vera klár í dag. Vælir hátt og snjallt ef ég lít undan. Brosir svo sínu breiðasta þegar ég lít á hann. Sniðugt.

Nú er farið að hvessa og vindurinn reynir enn og aftur að troða sér inn um gluggann. Hann heyrir í litla vini sínum sem spjallar út í loftið og hlær og veltir sér í hringi á gólfinu með hnefann uppí sér. Sá litli býður vindinn velkominn og þeir segja hvor öðrum brandara með tærnar uppí loftið.

Það dimmir á nokkrum mínútum. Vonandi verða skýin dregin frá í kvöld svo ljósin frá himnaríki sjáist á svartklæddri festingunni, blikandi inní nóttina.

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.