lítil leyndarmál

Það er allt annað en auðvelt að baka með lítið kríli á hliðarlínunni. Ég og Erik Ómar ákváðum að skella í nokkra hafraklatta í dag sem gekk bara þónokkuð vel – eða þar til deigið var tilbúið. Þá var sá stutti búinn með þolinmæðina og lét sko vel í sér heyra. Hann verður söngvari eins og pabbi sinn, það er nokkuð ljóst. Helmingurinn af deiginu rataði á plötuna, hinn verður að bíða til morguns.

Hnoðrinn og vindurinn hrópuðust á í dag. Þeir höfðu báðir sögur að segja. Lítil og skrítin leyndarmál sem enginn veit nema þeir köstuðust á milli veggja og inn um rifur á gluggum. Ég gat bara horft og hlustað og brosað út í annað.

Vindurinn heldur áfram að hrópa og kalla og lemja á gluggana. Ætli hann sé að leita að litla vini sínum sem sefur nú vært í rúminu sínu? 

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.