halló herra Dickens

Það er erfiðara en ég hélt að standa við “ein færsla á dag” yfirlýsinguna þegar svona lítill sólargeisli skín í augun á mér allan daginn. Ég skulda ykkur hér með fjórar færslur og mun reyna að bæta úr því í dag. Ég vona að þið hafið gaman af þessu orðarugli.

Ferskt loft sem ilmar af kaffi og bragðast eins og súkkulaði umvefur alla Reykjavík í dag.

Litli prinsinn kúrir í vagninum á meðan mamman reynir að hrista eitthvað sniðugt fram úr erminni.

Skellti smá bleiku á tærnar í gærkvöldi. Það ríkti kátína hjá þeim skvísum.

Mig vantaði eitthvað menningarlegt í lífið í dag svo ég greip Dickens úr hillunni: Great Expectations.

Læt hugann reika um fjöll og framtíð.

Fuglinn er byrjaður að garga svo ég tek mér pásu um stund og byrja lesturinn:
“So, I called myself Pip, and came to be called Pip…”

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *