þessi stemning…

Stundum þá líður mér eins og litlum fugli í stórvindi. Hellingur af alls konar togar í mig úr öllum áttum á meðan ég erfiða við að fljúga beint. Þá finnst mér gott að koma hingað og hugsa um eitthvað fallegt. Troða öllu hinu inní þvottavél og leyfa því að veltast þar um í smástund.

Ég tók mig til að skannaði inn þessa krúttsyrpu sem við tókum um daginn á Instax mini vélina okkar. Aðalmaðurinn er að sjálfsögðu á öllum myndunum, við foreldrarnir fengum bara að flækjast með.

 

Þessi krúttbolti situr nú við hliðina á mér og hlustar á mömmu sína pikka á lyklaborðið. Fyrir utan fjúka laufblöð í öllum litum í allar áttir. Þessi stemning kallar á góðan kaffibolla, ljúfa tóna og skríkjandi samræður við litla manninn.

0

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.